Vottun

vottun2010 500
Réttingaverkstæði Jóa er nú vottað verkstæði af Bílgreinasambandinu sér BSI á Íslandi um úttkektir á stjórnkerfum verkstæðins samkvæmt kröfum BGS staðals útgáfu 2:2009. 

Markmiðs vottunar samkvæmt staðlinum er að:

  • Að auka gæði þjónustu hjá verkstæðum.
  • Að samræma kröfur í staðlinum við það sem eru í ISO 9001 og nýlegum stöðlum fyrir gæði verkstæðisþjónustu.
  • Að BGS vottun verkstæða sé áþreifanleg sönnun um gæði þjónustu.

Valgeir starfað í 10 ár

Í dag eru 10 ár síðan Valgeir byrjaði hjá Réttingaverkstæði Jóa og var það gæfa fyrir okkur og viðskiptavini fyrirtækisins og óskum við honum til hamingju með þennan áfanga og lítum björtum augum til framtíðar.
 

Réttingaverkstæði Jóa opnar á nýjum stað

formleg opnunMikil veisla var og fjöldi manns samankominn á Dalveginum þann 9. janúar 2009 þegar Réttingaverkstæði Jóa opnaði formlega í nýju og glæsilegu húsnæði.  

Er óhætt að fullyrða að öll aðstaða sé til fyrirmyndar og verkstæðið mjög vel búið er snýr að allri aðstöðu.
 
Jói opnaði fyrirtæki sitt í Súðavogi 1993 í 60 fermetrum. 1998 var ljóst að stækka varð aðstöðuna og var verkstæðið flutt á Dalveg 16a.  9. janúar síðastliðin var svo haldin opnun í mun stærri aðstöðu í sama húsi á Dalveginum.
 
Á nýja staðnum hefur fyrirtækið verið hannað inn í húsnæðið frá grunni og er hugsað út í smæstu smáatriði frá því að tekið er á móti bíl og þar til að honum er skilað fullunnum.

Nú býr fyrirtækið yfir tveimur sprautuklefum frá Omia af fullkomnustu gerð og tveimur vinnustæðum og eru þetta miklar breytingar á vinnuumhverfi þá ekki síst fyrir starfsmennina.

Fjölmargar myndir hafa verið settar í myndasafn frá opnuninni

Réttingaverkstæði Jóa ehf
Dalvegi 16a
201 Kópavogi
Sími: 564 5255
Fax: 564 5254
Netfang: rettjoa@rettjoa.is

Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?

Líttu við hjá okkur, við tökum vel á móti þér.