Umhverfis – og gæðastefna

Umhverfis - og gæðastefna

Réttingaverkstæði Jóa leitast við að minnka stöðugt vistspor rekstursins með markvissum ákvörðunum og aðgerðum sem er í sífelldri endurskoðun. 

  • Markviss vinna við að auka umhverfisvitund starfsfólks. 
  • Allur úrgangur er flokkaður. 
  • Stöðug aukning á rafrænum lausnum í stað pappírs. 
  • Málningarklefar nýta vatn til hitunar í stað olíu. 


Réttingaverkstæði Jóa er vottað af Bílgreinasambandinu. Megin metnaður okkar felst í að vera leiðandi í okkar fagi. 

  • Við hugum vel að viðhaldi í öllum tækjabúnaði ásamt því að endurnýja í takt við nýjustu lausnir í heimi bílaviðgerða. 
  • Við leitumst eftir því að tryggja þjónustu í hæsta gæðaflokki með faglegum og vönduðum vinnubrögðum. 
  • Starfsfólk okkar fær viðeigandi kennslu og starfsþróun.