Mikil veisla var og fjöldi manns samankominn á Dalveginum þann 9. janúar 2009 þegar Réttingaverkstæði Jóa opnaði formlega í nýju og glæsilegu húsnæði.
Er óhætt að fullyrða að öll aðstaða sé til fyrirmyndar og verkstæðið mjög vel búið er snýr að allri aðstöðu.
Jói opnaði fyrirtæki sitt í Súðavogi 1993 í 60 fermetrum. 1998 var ljóst að stækka varð aðstöðuna og var verkstæðið flutt á Dalveg 16a. 9. janúar síðastliðin var svo haldin opnun í mun stærri aðstöðu í sama húsi á Dalveginum.
Á nýja staðnum hefur fyrirtækið verið hannað inn í húsnæðið frá grunni og er hugsað út í smæstu smáatriði frá því að tekið er á móti bíl og þar til að honum er skilað fullunnum.Nú býr fyrirtækið yfir tveimur sprautuklefum frá Omia af fullkomnustu gerð og tveimur vinnustæðum og eru þetta miklar breytingar á vinnuumhverfi þá ekki síst fyrir starfsmennina.
Fjölmargar myndir hafa verið settar í myndasafn frá opnuninni

