Skilmálar

Skilmálar

  • Tjónaskoðun fer fram og er kostnaðaráætlun send á viðeigandi tryggingafélag.  Viðskiptavinur fær úthlutaðan næsta lausa tíma í viðgerð. Viðgerð tekur mið af umfangi og stöðu varahluta. 
  • Þegar búið er að tilkynna viðskiptavini að bifreið sé tilbúin þá ber eigandi ábyrgð á henni á bílaplani. Ekki er tekin ábyrgð á lausafjármunum í bifreiðum.
  • Viðskiptavini ber að skoða með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 42 16. maí 2000 um þjónustukaup en þau taka til hvers kyns samninga um kaup á þjónustu sem veitt er neytendum í atvinnuskyni gegn endurgjaldi.